Hver erum við?

Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni. 

Eignarhald

Mímir-símenntun er einkahlutafélag í eigu Alþýðusambands Íslands og hóf starfsemi sína árið 2003. Mímir er með þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að annast framhaldsfræðslu. Einkahlutafélagið Mímir-símenntun er rekið til almannaheilla og því er ekki heimilt að greiða eigendum arð. Hagnaður af starfsemi félagsins er notaður til að efla mennta- og fræðslumál fullorðins fólks á íslenskum vinnumarkaði.

Gæðamál

Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á gæði í öllu starfi Mímis. Fyrirtækið hefur hlotið vottun á fræðslustarfseminni og einnig verið veitt evrópska gæðamerkið European Quality Mark (EQM+) frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Gildi Mímis

gildi

Stefna Mímis

Stefna

Var efnið á síðunni hjálplegt?