Mímir býður öllum að taka þátt í tungumálaferðalagi með sumarskólanum okkar. Við erum spennt að bjóða í fyrsta skipti upp á sérsniðin sumarnámskeið fyrir nemendur á öllum stigum; bæði byrjendur og lengra komna.

Þeir sem hafa áhuga á vikulöngu tungumálanámi fullu af upplifunum og ævintýrum í hjarta Reykjavíkur ættu að kynna sér sumarnámskeið Mímis.

Námskeiðin eru vikulöng og eru á tímabilinu 24.06.2024.-16.08.2024.
Vikulöng námskeið frá klukkan 8:00-17:00 tryggja nægan tíma fyrir bæði skipulagt nám og spennandi útivist.

Nemendur fá að kynnast stórkostlegri náttúru Elliðaárdals, taka þátt í menningarstarfi á bókasöfnum í Reykjavík og æfa tungumálakunnáttu sína við raunverulegar aðstæður á kaffihúsi - allt í fylgd með frábærum kennurum Mímis.

Nánari upplýsingar um sumarnámskeiðin má finna hér