Sérfræðingar hjá Mími aðstoða fyrirtæki við að hæfnigreina störf og útbúa starfaprófíla. Vel skilgreindir starfaprófílar nýtast fyrirtækjum við ráðningar, starfsþróun, innleiðingu á jafnlaunastaðli, nýliðaþjálfun, frammistöðumat og fleira. Hægt er að sækja um styrki til verkefnisins hjá starfsmenntasjóðum og aðstoða sérfræðingar Mímis við umsóknarferlið.
Sérfræðingar hjá Mími hafa réttindi til þess að vinna hæfnigreiningar starfa eftir viðurkenndri aðferð sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur innleitt hér á landi. Aðferðin er því mjög gagnleg, skilvirk leið til að koma auga á nauðsynlega hæfni og er þá persónuleg hæfni ekki undanskilin en hún er eitt af því mikilvægasta hjá öflugum starfsmanni.
Aðferðarfræðin sem notuð er við greiningar á störfum byggir á því að skilgreina starfsgreinar sem heild og því endurspeglar starfaprófíllinn sem til verður starfið eins og það er almennt á íslenskum vinnumarkaði þó svo að útfærsla starfsins geti verið með mismunandi hætti hjá mismunandi fyrirtækjum.
Greiningarvinna fer fram á þremur skipulögðum vinnufundum með 10–20 þátttakendum úr atvinnulífinu sem þekkja vel til starfsins eða starfsgreinarinnar. Afurðin lýsir þeirri hæfni sem skiptir megin máli í viðkomandi starfi og má nota við hönnun náms fyrir viðkomandi markhóp eða sem hvata til starfsþróunar.
Nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki veita:
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin