Athafnir sem einstaklingur hefur náð góðum tökum á teljast til færni, hvort sem um er að ræða meðfæddan eiginleika eða eitthvað sem hefur verið markvisst æft. Til að koma auga á eigin færni getur því verið gott að skoða hvað hefur gengið vel í námi, starfi, tómstundum og öðrum athöfnum.
Því meðvitaðri sem við erum um styrkleika okkar og færni því betur gengur okkur að nýta það í daglegum athöfnum og á ólíkum sviðum. Sumum reynist erfitt að koma auga á styrkleika sína og einblína frekar á veikleikana. Auðvitað getur það verið gagnlegt að skoða hvað má gera betur og efla sig en við megum ekki missa sjónar á því sem við getum nú þegar gert og gerum mögulega mjög vel.
Til eru margar leiðir til að greina styrkleika sína en listinn hér að neðan er mögulega góð byrjun til að koma viðkomandi í gang og læra betur inn á sjálfan sig:
Aðlögunarhæfni |
Hugrekki |
Stundvísin |
Afkastamikil/l |
Húmor |
Sveigjanleg/ur |
Athugul/l |
Hvetjandi |
Sýni frumkvæði |
Ábyrðarfull/ur |
Jákvæð/ur |
Tek áskorunum |
Áreiðanleg/ur |
Kraftmikil/l |
Tillitsamur/söm |
Bjartsýnn |
Lausnamiðuð/aður |
Traust/ur |
Dugleg/ur |
Leiðtogahæfni |
Umburðarlyndi |
Einbeittur/beitt |
Les vel í aðstæður |
Umhyggjusemi |
Einlæg/ur |
Námkvæm/ur |
Úrræðagóð/ur |
Félagshæfni |
Samskiptahæfni |
Vandvirk/ur |
Fljót/ur að læra |
Samviskusöm/samur |
Vinnur vel í hóp |
Forvitni |
Sjálfstæð/ur |
Vinnusemi |
Gott með að taka ákvarðanir |
Skapandi |
Virk hlustun |
Handlaginn |
Skemmtileg/ur |
Þjónustulund |
Heiðarleg/ur |
Skilningsrík/ur |
Þolinmóð/ur |
Hjálpsöm/samur |
Skipulagshæfni |
Þrautsegja |
Hugmyndarík/ur |
Stjórnunarhæfileikar |
Ævintýragjarn/gjörn |
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin