Fyrsta þrepið er að skoða hver er ég? Að fara í sjálfskoðun og horfa inn á við, þ.e. hvar liggur áhuginn, hvaða færni býrðu yfir, hver eru gildi þín og hvaða styrkleika og veikleika hefur þú. Gott er að vera meðvitaður um hugsanir sínar en margt getur haft áhrif þar á, t.d. reynsla af fyrra námi. Það sem einu sinni var þarf hins vegar ekki endilega að eiga við í dag.
Á öðru þrepi er litið til þess hvað á ég? sem vísar til hver er námsleg staða þín, hverju hefur þú lokið þegar kemur að formlegu námi og/eða hvað áttu eftir?
Á þriðja þrepinu er horft fram og við og íhugað hvert stefni ég? Hvert er stefnan sett, þ.e. hvert er stóra markmiðið.
Að lokum í fjórða og efsta þrepinu eru niðurstöður allra hinna þrepanna teknar saman og komið að því að taka skrefið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin