Hér gefst umsækjanda því tækifæri til að vekja betur athygli á sjálfum sér og rökstyðja það sem fram kemur í ferilskránni. Mikilvægt er því að fjöldaframleiða ekki kynningarbréfið heldur aðlaga það að hverju starfi fyrir sig.
Í kynningarbréfi gefur umsækjandi ítarlegar upplýsingar um sig. Oft er slíkt bréf skrifað fyrir hvert og eitt starf sem sótt er um. Þar reynir umsækjandi að sýna fram á þekkingu og færni sem nýtist vel í tilteknu starfi. Vanda þarf málfar og uppsetningu ásamt því að hafa bréfið ekki of langt, gjarnan er miðað við að hámarki eina blaðsíðu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin