Danska

Hæfniþrep 2

Einingar: 5

 

Námskeiðslýsing

Meginmarkmið áfangans er að nemendur kynni sér fjölbreytt efni tengd dönsku samfélagi og menningu með ýmsum aðferðum. Áhersla er á að nemendur reyni við mismunda texta t.d. smásögur, ljóð, fréttaefni og fagmál. Notaðir eru fjölbreyttir textar og kvikmyndir til þess að nemendur kynnist mismunandi hlutum dansks samfélags, menningu þess og venjum og þjálfi skilning sinn á töluðu og skrifuðu máli. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur taki ábyrgð á því að skipuleggja vinnu sína.

 

Námsmarkmið

Að nemendur öðlist þekkingu, hæfni og leikni í:

  • Að nemendur kynnist ólíku textasniði eins og sögum, ljóðum, fréttum og fagmáli
  • Að nýta sér aukin og fjölbreyttan orðaforða, bæði munnleg og skriflega
  • Að þekkja ólíka þætti í danskri menningu og samfélagi
  • Sjálfstæðum vinnubrögðum sem nýtast í tungumálanámi
  • Að nýta sér kennslugögn og hjálpartæki, bæði á rituðu formi og á vefnum
Var efnið á síðunni hjálplegt?