Í dag, þann 5. október 2022 er Alþjóðlegi kennaradagurinn. Við hjá Mími fögnum því að eiga einstaka kennara sem hafa reynst nemendum Mímis ákaflega vel á vegferð sinni í námi. Á vef Sameinuðu þjóðanna kemur fram í tilefni dagsins: „Í dag á Alþjóðlega kennaradeginum, fögnum við afgerandi hlutverki kennara í því að leysa úr læðingi hæfni nemenda með því að tryggja að kennarar hafi nauðsynleg úrræði til að taka ábyrgð í þeirra eigin þágu, annara og fyrir plánetuna,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmanna aðstandenda dagins, þeirra Audrey Azoulay (UNESCO), Gilbert F. Houngbo (ILO), Catherine Russel (UNICEF) og David Edwards (IE).

Við hjá Mími tökum undir þessi orð og vísum í hið fornkveðna að mennt er máttur.

 

Til hamingju með daginn kennarar.