Mímir skartar bleiku í október til að sýna samstöðu og stuðning í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Að sjálfsögðu munum við svo halda Bleika daginn hátíðlegan sem verður 23. október í ár, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.