Í tilefni af degi náms- og starfsráðgjafar í dag, þá er hér mynd af náms- og starfsráðgjöfum Mímis. Hjá Mími starfa náms- og starfsráðgjafar sem sinna fjölbreyttum verkefnum dags daglega.
Náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við ákvarðanatöku um nám eða starfsþróun. Þeir veita einnig þjónustu vegna raunfærnimats.
Ef þú telur að þú, eða einhver nálægt þér, geti nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa er hægt að panta viðtal hér.
Viðtöl við einstaklinga eru þeim að kostnaðarlausu.
Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægi náms- og starfsráðgjafar fyrir alla og þeirri fagþjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita.