Gleðilegt nýtt ár,
Nú fer ný önn senn af stað og því miður virðist Covid síður en svo vera á undanhaldi. Við munum samt halda inn í nýja önn full bjartsýni og stefnum ótrauð áfram inn í vorið.
Eins og staðan er í dag þá verður kennslan áfram með sama sniði og verið hefur, kennt verður samkvæmt stundaskrám en vissulega má búast við einhverjum truflunum á kennslu vegna þeirra fjölda smita sem greinast nú á hverjum degi og snerta okkur flest á einhvern hátt.
Í ljósi núverandi takmarkana þá gilda eftirfarandi sóttvarnir í húsnæði Mímis:
- Grímuskylda er í öllum sameiginlegum rýmum í húsnæði Mímis.
- Í kennslustofum gildir 1 m regla milli nemenda, sé ekki unnt að viðhafa fjarlægðarmörk skal bera grímu.
- Hámarksfjöldi er 50 í hverju rými.
- Viðhalda stífum persónubundnum sóttvörnum á meðan dvalið er í húsnæði Mímis.
- Sótthreinsa sameiginlega snertifleti eins og á kaffivél, sjálfsala og annað sem við deilum fyrir og eftir notkun.
- Spritta hendur oftar en sjaldnar.
Ef þið eruð með kvefeinkenni eða Covid-lík einkenni að vera heima og fara í skimun.
Þar sem Mímir sér um smitrakningu innan skólans er nauðsynlegt að kennari, nemandi eða aðrir sem koma í húsnæði Mímis og reynast Covid smitaðir tilkynni það strax á netfangið sigridur@mimir.is
Núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra fellur úr gildi þann 12. janúar og verður staðan í Mími endurmetin samhliða nýjum sóttvarnarreglum stjórnvalda.
Ég óska ykkur góðs gengis og hlakka til samstarfsins á komandi önn,
Sólveig Hildur Björndsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis