Mímir og fimm samstarfsaðilar frá Litháen, Króatíu, Spáni, Ítalíu og Búlgaríu eru nú með spennandi verkefni í gangi á vegum Erasmus+. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni og tekur Mímir þátt í því fyrir hönd Íslands.

Verkefnið nefnist DISCOVER AND EMPOWER. Markmið þess er að hjálpa ungu fólki (GEN Y) að greina styrkleika sína, áhugamál og lífsgildi, kanna starfsmöguleika, byggja upp sjálfstraust og þróa hæfni sem er nauðsynleg til að auka atvinnufærni og ná markmiðum í starfi.

Verkefnið er til tveggja ára og lýkur því í desember árið 2025. Annar samstarfsfundur verkefnisins var haldinn í Mími dagana 3. og 4. september síðastliðinn og voru þátttakendur ánægðir með árangursríkan vinnufund.