Starfsfólk frá Mími kynnti íslenskukennslu á vinnustöðum á kynningarbás í Hörpu á Mannauðsdeginum 2024 sem haldinn var hátíðlegur í dag, 4. október. Fjölmargir vinnustaðir eru nú þegar í samstarfi við Mími um íslenskukennslu fyrir starfsfólkið sitt og sýna sífellt fleiri vinnustaðir því áhuga. Mímir hefur áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir aðflutta með annað móðurmál en íslensku og heldur um 150 námskeið á ári.
Mímir býður fyrirtækjum ýmiss konar þjónustu við að efla starfsfólk sitt í íslensku og gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustaðnum. Námskeiðin eru ætíð sniðin að þörfum fyrirtækisins og byggja á viðurkenndum kennsluaðferðum sem hvetja til aukinna samskipta á íslensku. Ávinningur fyrirtækja af því að efla íslenskukunnáttu meðal starfsfólks er margvíslegur. Þar ber að nefna aukna starfsánægju og samskipti innbyrðis, minni starfsmannaveltu og upplýstara starfsfólk, sem aftur hefur jákvæð áhrif á lífsgæði erlends starfsfólks, sem og vinnustaðamenninguna.
Upplýsingar um vvinnustaðanámskeið Mímis má nálgast hér eða í síma 5801800.