Á fimmtudaginn komu í heimsókn 11 verkefnastjórar frá Norræna tengslanetinu um fullorðinsfræðslu (NVL). Það voru þær Kristín Erla Þráinsdóttir og Álfhildur Eiríksdóttir, náms og starfsráðgjafar, sem tóku á móti gestunum fyri hönd Mímis.
NVL er vettvangur norrænu þjóðanna þar sem þær bera saman reynslu sína af starfi og stefnumótun í löndunum. Þau komu til að kynna sér starfsemi Mímis og þá sérstaklega um ráðgjöf í raunfærnimatsferlinu og hvaða áhrif það hefur fyrir útkomu og árangur raunfærnimatsins.