Í vikunni fengum við hjá Mími ánægjulega heimsókn frá um 20 konum í Alfadeild Delta Kappa Gamma samtakanna, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar koma saman konur með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka reynslu úr fræðslumálum og menntageiranum og var því mikill mannauður samankominn í heimsókninni.
Við kynntum fyrir þeim starfsemi og aðstöðu Mímis en sérstök áhersla var lögð á að kynna íslenskukennslu fyrir útlendinga og fagbréf atvinnulífsins. Kynningin og hið fjölbreytta námsframboð hjá Mími vakti mikinn áhuga meðal gesta.
Heimsóknin heppnaðist vel og var bæði fróðleg og ánægjuleg fyrir báða aðila. Við hjá Mími kunnum vel að meta áhuga gestanna á starfi okkar og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.