Starfsfólk Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi heimsótti Mími í gær, 3. júní, til að kynna sér starfsemina og skoða kennsluhúsnæðið. Starfsfólk beggja miðstöðva deildu reynslu sinni af námsframboði og náms- og starfsráðgjöf í framhaldsfræðslu, kennslu í íslensku sem öðru máli og fleiri verkefnum. Þá voru gæðamál miðstöðva rædd, sem og upplýsingatækni- og kennslubúnaður.
Heimsóknin var hluti af fræðsludegi hjá Fræðslunetinu en báðar miðstöðvarnar eru hluti af Símennt, samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, en ellefu símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að samtökunum.