„Ég óska ykkur góðs gengis - hvort heldur sem leiðin liggur til frekara náms eða inn í annan farveg - til móts við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Verið áræðin og látið drauma ykkar rætast,” sagði Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, meðal annars þegar hún ávarpaði nemendur við útskrift Mímis sem fram fór síðast liðinn föstudag við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Tæplega 120 nemendur fögnuðu námslokum og 26 ra...unfærnimati.
Þá þakkaði Sólveig Hildur starfsfólki Mímis og þeim fjölmörgu kennurum fyrir það frábæra starf sem þeir vinna fyrir Mími og minnti á þá miklu ábyrgð sem fælist í því að vinna með nemendum að þeirra markmiðum. Mímir hafi mikið gildi við menntun fullorðinna á Íslandi en 2500 manns sóttu nám hjá Mími á síðasta ári og 1500 sóttu sér náms- og starfsráðgjöf. Framundan væru spennandi tímar hjá Mími þar sem leitast verði við að flétta saman tækni og kennslu í auknum mæli og efla enn frekar samstarf við atvinnulífið sem er Mími og nemendum gríðarlega mikilvægt.
Útskriftarnemendur Mímis tóku virkan þátt í að gera athöfnina sem hátíðlegasta og söng Kolbrún Eva Viktorsdóttir tvö vel valin lög við undirspil bróður síns, Sigurvins Sindra Viktorssonar. Þá flutti Sigríður Bára Einarsdóttir ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.
Mímir óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann og færir þeim, og fjölskyldum þeirra, bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.