Vanessa Monika Isenmann hefur bæst inn í frábæran hóp sérfræðinga sem þróar og heldur utan um íslenskunám hjá Mími. Vanessa hefur lokið doktorsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í þýskum annarsmálsfræðum frá Humboldt háskóla í Berlín. Vanessa hefur brennandi áhuga á tungumálum og tungumálamenntun. Undanfarin ár hefur hún starfað sem tungumálakennari bæði á Íslandi og erlendis og stjórnað ýmsum verkefnum á sviði tungumálamenntunar.
Vanessa er miklill fengur fyrir Mími og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.
Auk Vanessu starfa í íslenskuteyminu Joanna Dominiczak (fagstjóri), Sólborg Jónsdóttir, Helga Rúna Þorsteinsdóttir og Vala Valdimarsdóttir.