Venju samkvæmt voru Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Verðlaunin voru veitt af menntamálaráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Íslandshótel var valið Menntafyrirtæki ársins og Dominos Menntasproti ársins. Mímir óskar báðum verðlaunahöfum til hamingju en við hjá Mími erum sérstaklega stolt af samstarfi okkar við Dominos sem fólst í þróun „Fagnáms verslunar og þjónustu“ ásamt Verslunarskóla Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, VR, Samtökum verslunar og þjónustu og Starfsmennasjóði verslunar- og skrifstofufólks.  Fagnám verslunar og þjónustu er 90 eininga nám sem er bæði bóklegt og vinnustaðanám. Þá er í boði að fara í raunfærnimat á móti kennum áföngum. Hlutverk Mímis er að framkvæma raunfærnimatið.

Að Menntadegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Mynd fengin að láni af vef Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is