Í vetur býðst starfsfólki Landsbankans að sækja náms- og starfsráðgjöf hjá ráðgjöfum Mímis en samningur þess efnis var undirritaður í dag.
Náms- og starfsráðgjöfin snýr meðal annars að því að upplýsa starfsfólk, greina stöðu þess og leiðbeina við að finna leiðir til áframhaldandi færniuppbyggingar. Aukin tæknivæðing hefur áhrif á ýmis störf og vill bankinn efla starfsfólk til að mæta auknum og breyttum færnikröfum í starfi. Áherslur í ráðgjöfinni eru upplýsingamiðlun, fræðsla og leiðsögn sem miðar að því að leiðbeina einstaklingnum við að auka sjálfsþekkingu sína, þekkingu á námsmöguleikum og færni í að velja sér hentugar leiðir í símenntun.
.