Mímir er á fleygi ferð inn í tækniveröldina og er unnið hörðum höndum að því að efla þekkingu og færni starfsfólks á ýmiss konar tækni sem snertir nám og kennslu. Þann 23. maí síðast liðinn tókum við því fagnandi á móti styrk frá Erasmus+ upp á 13.460 evrur eða tæpar tvær milljónir íslenskra króna til náms- og þjálfunar starfsfólks, bæði hvað varðar tækniþróun og leiðtogahæfni.

Styrkurinn gerir Mími kleift að bjóða sex starfsmönnum að sækja námskeið og/eða ráðstefnur erlendis á árunum 2019-2021 sem styðja við tækni innleiðingu Mímis í upplýsingatækni sem og að efla leiðtogahæfni starfsfólks við innleiðinguna.

Okkar kona, Bryndís Bessadóttir, tók á móti styrknum fyrir hönd Mímis við hátíðlega athöfn Rannís á dögunum. 

#MeðstuðningiErasmus+