Mímir hlaut á dögunum sína sjöttu viðurkenningu frá Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki en aðeins 2% af 40.000 fyrirtækjum á Íslandi ná þessum árangri. Þá uppfyllir Mímir sjöunda árið í röð skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar til að teljast Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.
Viðurkenningarnar bera vott um vönduð vinnubrögð í rekstri fyrirtækisins og eru okkur hvatning til áframhaldandi góðra verka.