Mímir tók þátt í hádegisfundi um örnám og örviðurkenningar í fullorðinsfræðslu sem EPALE (Electronic Platform for Adult Learning in Europe), hélt þann 16. október síðastliðinn á Nauthóli. Á fundinum var fjallað um stöðu mála í dag og ræddar mögulegar framtíðarlausnir og tækifæri.

Mímir kynnti 20 klukkustunda starfstengd íslenskunámskeið sem eru sérstaklega sniðin að þörfum starfsfólks í heilbrigðisþjónustu og á leikskólum. Markmið þessara námskeiðar er að efla fagtengda tungumálakunnáttu með áherslu á hagnýt samskipti og orðaforða sem nýtist í starfi.

Námskeiðin þóttu gott dæmi um hvernig hægt er að mæta þörfum bæði vinnumarkaðar og einstaklinga með stuttum, sveigjanlegum og markvissum námsleiðum.