Um þessar mundir halda Mímir og Landspítalinn sjö íslenskunámskeið í húsnæði spítalans. Samstarf Mímis og Landspítala hófst fyrir nokkrum árum og hefur verið árangursríkt og í stöðugri þróun. Námskeiðin eru kennd á fimm mismunandi hæfnistigum, frá byrjendastigi (stig 1) upp í framhaldsstig (stig 5). Nú stendur yfir önnur lotan á þessu ári en þrjár lotur eru kenndar á ári og yfir 110 nemendur sækja námskeið hverju sinni.

Kennslan fer fram samkvæmt námskrá sem er sérsniðin að Landspítala með áherslu á orðaforða og tjáningu sem nýtist í heilbrigðisþjónustu. Markmið námskeiðanna er að styðja við fagfólk spítalans í að bæta íslenskukunnáttu sína og efla samskipti á íslensku í starfi.