Dagana 11. – 13. mars sl. sóttu tveir fulltrúar frá Mími vinnufund í Mílanó á Ítalíu ásamt samstarfsaðilum í BRICK verkefninu. Þetta var fyrsti vinnufundur verkefnisins, þar sem þátttakendur kortlögðu verkefnið og skipulögðu vinnuna fram undan. Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, fræðslustofnana og fyrirtækja í þremur löndum – Ítalíu, Frakklandi og Íslandi.
BRICK verkefnið miðar að því að þróa stefnumótandi verkefni og verkfæri til að efla starfsþróun fullorðinna úr viðkvæmum hópum með hagnýtri tungumálakennslu (Language for Work). Með áherslu á endurmenntun fólks aukast gæði og öryggi í störfum þess ásamt því að aukin færni og þekking á stafrænum og grænum leiðum styrkir fólk á vinnumarkaði.
Á fundinum í Mílanó hittust samstarfsaðilar til að ræða markmið verkefnisins, aðferðir og næstu skref í innleiðingu þess. Mímir mun, ásamt samstarfsaðilum, vinna að verkefnum innan heilbrigðisgeirans á Íslandi, þar sem tungumálanám verður nýtt sem hluti af starfsþróun.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og munum deila frekari upplýsingum um verkefnið eftir því sem það þróast.
Fylgist með á heimasíðu Mímis fyrir uppfærslur um verkefnið.