Þann 12. desember 2016 skrifuðu Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu (SAF) fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS)  undir samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Samkomulagið miðar að því að bæta samskipti og samstarf milli þessara aðila. Jafnframt snýr verkefni hópsins að öruggum borgum (e. Safe Cities) sem Reykjavíkurborg er aðili að og stofnað var af  UNIFEM. Í aðgerðaráætlun samkomulagsins er tilgreint að eingöngu starfi dyraverðir sem lögreglustjóri hefur samþykkt. 

Dyravarðanámskeið hefst hjá Mími mánudaginn 30. apríl næstkomandi og lýkur miðvikudaginn 16. maí. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 16:30 til 19:25.

Dyravarðanám er ætlað starfandi dyravörðum, þeim sem hyggja á störf í dyravörslu einnig hentar námið öðru starfsfólki hótela og veitingahúsa t.d. þeim sem vinna næturvaktir.

Að námskeiði loknu fá þátttakendur dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár.

Skráning og nánari upplýsingar