Við leitum að fólki til prófayfirsetu en Mímir er prófamiðstöð fyrir Háskólann á Akureyri.
Okkur vantar starfsfólk eftirtalda daga:
- 30. nóvember frá kl. 9-13 og 14-17.
- 1. og 14. desember frá kl. 9-13.
- 2.- 13. desember frá kl. 9-13 og 14-17.
Vinna við yfirsetu felst meðal annars í að lesa upp staðlaðan texta fyrir nemendur, merkja við þá sem mæta í próf og gæta þess að farið sé eftir prófareglum. Þá þarf að ganga frá prófgögnum og skila þeim til umsjónarmanns prófa hjá Mími. Viðkomandi þarf að kynna sér vel prófareglur Háskólans á Akureyri.
Nánari upplýsingar og umsóknir: María Stefanía Stefánsdóttir, umsjón prófa hjá Mími, maria@mimir.is