Samfélagsfræðsla fyrir úkraínskumælandi
Í síðustu viku fór fram útskrift úr samfélagsfræðslu fyrir úkraínskumælandi. Hópurinn hefur síðustu vikur fengið innsýn í réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi og hvernig nota má þessa þekkingu í daglegu lífi. Farið var í skemmtilegar og fræðandi vettvangsferðir, meðal annars á Alþingi og Árbæjarsafnið þar sem hópurinn fékk fræðslu um lifnaðarhætti Íslendinga áður fyrr, sem og gæddu nemendur sér á upprúlluðum pönnukökum með sykri. Kennari námskeiðsins var Ragnar Snær. Mímir óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann.