Stafræn kennsla hafin í flest öllum hópum hjá Mími
Það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig allir leggjast á eitt við að tryggja að starfsemi Mímis skerðist sem minnst þrátt fyrir samkomubann og lokun skólahúsnæðis vegna heimsfaraldursins. Á það jafnt við um alla frábæru kennarana okkar, nemendur og starfsfólk Mímis. Allt kapp er lagt á að fjarkennsla taki við af staðnámi til að nemendur geti haldið áfram námi sínu. Við höfum að sjálfsögðu mætt ýmsum erfiðleikum í byrjun en sem betur fer vel yfirstíganlegum og má með sanni segja að okkur miði vel áfram. Dæmi eru um að kennarar hafi talað um að nemendur séu jafnvel virkari í umræðum í fjarkennslunni en áður. Þá höfum við fengið að heyra jákvæð viðbrögð nemenda eins og:
„Hæ hæ mér fannst fjarkennslan hjá Hannesi til fyrirmyndar :)“
„Stærðfræðin gekk mjög vel og er ég mjög ánægð með skipulagið þar og hvernig þetta er uppsett“
Við erum þakklát fyrir þennan samtakamátt sem kennarar, nemendur og starfsfólk Mímis sýna á þessum fordæmalausu tímum.