English below
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19. Mímir fylgir tilmælum almannavarna hvað varðar viðbrögð og undirbýr næstu skref.
Skólastarf í takti við neyðarstig almannavarna
Hjá Mími er unnið hörðum höndum að því að tryggja að starfsemi skólans geti haldið áfram eins og kostur er, jafnvel þótt yfirvöld ákveði að boða tímabundna lokun skóla og/eða samkomubann. Unnið er eftir þeim skyldum sem fræðsluaðilar hafa á neyðarstigi almannavarna skv. landsáætlun sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra, landsáætlun sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra en þar segir m.a:
- Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.
- Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.
- Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.
- Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.
- Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.
Unnið samkvæmt viðbragðsáætlun
Skipuð hefur verið neyðarstjórn í samræmi við leiðbeiningar almannavarna sem vinnur skv. viðbragðsáætlun Mímis vegna heimsfaraldurs inflúensu sem er aðgengileg á vef Mímis, www.mimir.is.
Skólahald heldur áfram
Unnið er að því að nýta í auknum mæli fjarskiptatækni við nám, kennslu, ráðgjöf og raunfærnimat til að tryggja áframhaldandi skólastarf og munu kennarar og verkefnastjórar hjá Mími upplýsa nemendur sína um stöðu mála. Kappkostað verður að halda húsnæði Mímis opnu svo kennarar geti nýtt aðstöðu ásamt tækjum og tólum til að hafa samskipti við nemendur og/eða kenna í fjarnámi. Náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat fer einnig fram að mestu leyti í gegnum fjarfundarbúnað.
Tilkynna um smit og sóttkví
Við brýnum fyrir starfsfólki, kennurum og nemendum að tilkynna til öryggisvarðar Mímis, Anneyjar Þórunnar Þorvaldsdóttur anney@mimir.is, ef einhver innan skólans greinist með COVID-19 og/eða þarf að fara í sóttkví.
Ef flensueinkenni
Einstaklingar með flensueinkenni eru vinsamlegast beðnir um að sækja ekki í húsnæði Mímis vegna smithættu og hafa samband við heilsugæsluna sína ef þeir finna fyrir flensueinkennum sem lýst er á vef Landlæknis. Þá er einstaklingum með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19 bent á að hafa samband við öryggisvörð Mímis.
Áhersla á smitvarnir
Við minnum alla á mikilvægi smitvarna og þær ráðstafanir sem Mímir hefur gert varðandi smitvarnir og aðgengi að þeim (fjölgun sprittstöðva, upplýsingaveggspjöld, sótthreinsun á helstu smitleiðum í húsi). Kennarar hafa jafnframt verið beðnir um að greina frá og ítreka þessar upplýsingar fyrir nemendum sínum, auk þess að búa þá undir mögulegar breytingar á kennsluháttum; að staðbundin kennsla geti færst yfir í fjarkennslu eða sjálfsnám.
Fyrirspurnir og ábendingar
Við hvetjum alla til að fylgjast vel með framgangi mála í fréttum og ef nýjar upplýsingar berast sem hafa áhrif á skólastarfið setjum við tilkynningu um það á vefmiðla skólans. Allar fyrirspurnir og ábendingar sendist öryggisverði Mímis, anney@mimir.is
Mimir - operations due to the COVID-19
According to the latest news a state of emerengy has been declared by The Department of Civil Protection due to the Covid-19 virus. Accordingly Mimir follows their instructions, regarding how to react, preparing the next steps.
Operating the school in compliance with the emergency alert of The Department of Civil Protection
In Mimir we work hard ensuring that our operations can continue as normally as possible if authorities will decide that schools will be closed temporarily and/or ban mass gatherings and meetings.
We work in accordance with instructions of educational authorities, used in a state of emergency, declared by The Department of Civil Protection. Also according to plans and rules published by the police- and medical authorities, stating the following:
-
Schools will keep on operating as long as possible.
-
The aim is that the staff continues to work even though students or others are sent home due to danger of contamination.
-
Organize the role of teachers in distance learning and homework.
-
Note down especially the absence of students and staff, if there is suspicion of contagion due to the Covid-19 virus.
-
Offer study councelling, if possible, to students who are in danger of dropping out.
Work according to a reaction plan
An emergency board has been appointed according to the instructions of The Department of Civil Protection. It operates according to the reaction plan of Mimir, that was made due to the Covid-19 epidemic. This plan is accessible on the website of Mimir www.mimir.is
The school continues to operate
Increasingly we are using telecommunication technology for studies, tuiton, councelling and real competence evaluation, in order to ensure the continuation of our work. Teachers and project managers will inform their students about the situation. We do our best to keep our locations open so that teachers can use the accomodation and facilities there, in order to communicate with students and/or teach long distance students. Study- and carreer councelling will also mostly take place through teleconference equipment.
Reporting about infections and quarantine
It is urgent that the security guard is contacted by staff, teachers and students if someone within the school is diagnosed with the Covid-19 virus and / or needs to be quarantined.
The security guard is Anney Þórunn Þorvaldsdóttir anney@mimir.is
Individuals who have symptoms of a cold are kindly asked to stay away from the locations of Mimir due to fear of infection. Individuals who are in danger of being seriously infected by the Covid-19 virus, due to underlying illness, are welcome to get in touch with the security guard of Mimir.
If you have symptoms of a flue
We remind you of the importance of preventive measures regarding infections and the notificatons that Mimir has made and access to these (more places with disinfectants, posters with information, disinfection of places that can be infectious). Teachers have also been asked to inform their students and prepare them for possible changes in teaching methods; that tuition in the class room might change to long distance learning or learning on your own.
Questions and notifications
We encourage everyone to be informed about the latest news. New information regarding the school operations will be pulished on the website of Mimir.
All questions and notifications should be sent to the security guard, anney@mimir.is