Föstudaginn 23 .ágúst sl. var starfsdagur hjá starfsfólki Mímis. Lögðum við land undir fót og heimsóttum Suðurnesin.

Fyrst heimsóttum við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og var vel tekið á móti okkur með morgunkaffi og skemmtilegri fræðslu um starfið hjá þeim. Mímir og MSS starfa á sviði fræðslu fyrir fullorðna og eiga í góðu samstarfi.

Eftir hádegið lá leið okkar til Isavia og fengum við áhugaverða kynningu á innri fræðslustarfsemi Isavia, en þar er til að mynda metnaðarfull íslenskukennsla fyrir starfsfólk af erlendum uppruna.

Mímir þakkar bæði MSS og Isavia kærlega fyrir að taka á móti okkur og gera starfsdaginn okkar jafn ánægjulegan og raun bara vitni.