Dagana 15.-19. apríl 2024 héldu tveir starfsmenn Mímis-símenntunar til Palermo í Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar var að fara á námskeiðið „Handling stress and avoiding burnout“ á vegum Erasmus+.

Meistaranámskeiðið fjallaði um alla þá þætti sem tengjast streitustjórnun. Námskeiðið veitti þátttakendum grundvallarþekkingu á eðli streitu og afleiðingum hennar. Aukinn var skilningur þátttakenda á tengingu huga og líkama. Þeir fengu ný verkfæri til að ná stjórn á streitu og ná jafnvægi í einkalífi og vinnu. Kulnun er stórt vandamál í atvinnulífinu en er oft greint of seint eða rangt. Það var því mjög fróðlegt að sitja þetta námskeið og læra að nýta þau vopn sem var talað um í fyrirbyggjandi tilgangi.