Alþjóðlegi Kennaradagurinn er haldinn hátíðlegur um víða veröld 5. október ár hvert og óskum við hjá Mími kennurum til hamingju með daginn.
Við hjá Mími fögnum því að eiga einstaka kennara sem hafa reynst nemendum Mímis ákaflega vel á vegferð sinni í námi. Mikilvægi kennarastarfsins er óumdeilt og getur skipt höfuðmáli fyrir framtíð einstaklinga.
„Tökum höndum saman á Alþjóðadegi kennara og hvetjum stjórnvöld allra landa til að meta rödd kennara, fjárfesta í kennurum og vandaðri opinberri menntun. Metum raddir kennara að verðleikum og stefnum á nýjan samfélagssáttmála um menntun.“ Svo hljóða skilaboð frá Alþjóðasamtökum kennara (Education International), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO, og Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og tökum við hjá Mími svo sannarlega undir þau.
Til hamingju með daginn kennarar!