Þann 20. desember útskrifuðust 10 leikskólaliðar frá Mími. Leikskólaliðanám er sniðið að þörfum fólks sem starf við umönnun, uppeldi og menntun barna og er námskeiðið fjórar annir. Það var því langþráður áfangi sem nemendur náðu með útskriftinni.
„Styrkur, þrautseigja og dugnaður eru fyrstu orðin sem koma upp í huga minn þegar ég horfi yfir þennan hóp. Að stíga skrefið, fara út fyrir þægindahringinn og takast á við nýjar áskoranir, er það sem þið hafið öll gert hér í Mími-símenntun og gert það vel,“ sagði Sigrún, kennari við útskriftina. Sigrún bætti svo við: „Nelson Mandela sagði eitt sinn að menntun væri eitt sterkast vopnið sem væri hægt að nota til þess að breyta heiminum. Notið menntun ykkar og aflið sem þið hafið fengið í hendurnar, og notið það til góðs. Ykkur eru allir vegir færir.“
Að auki tóku til máls Irma Matchavariani, verkefnastjóri hjá Mími og María Stefanía Stefánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Við óskum öllum útskriftarnemunum innilega til hamingju.