Föstudaginn, 23, júní útskrifuðust nemendur úr Fagnámskeiði 2 fyrir starfsfólk leikskóla.
Á námskeiðinu var meðal annars lög áhersla á þroska og þróun leikskólabarna, íslensku fyrir tvítyngd börn, slysavarnir í leikskólum, leiklist og myndlist. Á námskeiðinu hafa nemendur fengið tækifæri til að kynna sér og læra ýmsar leiðir til að vinna markvisst og skapandi starf með leikskólabörnum.
Við erum þess fullviss að þetta flotta leikskólastarfsfólk snúi nú aftur til starfa á sínum leikskóla með dýramæta þekkingu í farteskinu og hafi eflt sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa og frekara náms.
Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju og óskum þeim áframhaldandi velgengni í sínum störfum.