Þann 16. júní útskrifuðust 20 nemendur úr fagnámskeiði 2 fyrir starfsmenn leikskóla. Námið er ætlað þeim sem vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Lögð var áhersla á námsþætti eins og listastarf með börnum, þroska og þróun leikskólabarna sem og heilsueflingu og íslensku fyrir tvítyngd börn. Þá fóru nemendur í heimsóknir í nokkra leikskóla og kynntu sér stefnur þeirra og kennsluaðferðir.
Ljóst er að nemendur sem hafa lokið fagnámskeiðum þykja eftirsóttir starfskraftar en þó nokkrir eru að íhuga frekara nám í fræðunum.
Við óskum nemendum hjartanlega til hamingju með áfangann.