Fjölbreyttur hópur starfsmanna á hjúkrunarheimilinu Eir lauk stigi 1 í íslensku þann 31.mars sl. með góðum árangri. Þessi samheldni hópur hefur sýnt einstaka samvinnu við að ná þessum mikilvæga áfanga. Á námskeiðinu vann starfsfólkið jafnt og þétt að því að bæta þekkingu sína og færni í íslensku svo það nýttist í starfi þeirra í umönnun.

Við hjá Mími óskum þeim til hamingju með áfangann og hvetjum þau til að halda áfram á sömu braut. Framúrskarandi árangur þeirra er til marks um þá fagmennsku og metnað sem einkennir starfsfólk Eirar.

Mímir hvetur fyrirtæki og stofnanir til að nýta sér fjölbreytt íslenskunámskeið sem sniðin eru að þörfum hvers vinnustaðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Mími fyrirtaeki@mimir.is