Starfsmenn hjúkrunarheimilisins Skjól luku nýverið námskeiði í íslensku á stigi 3. Hópurinn sýndi dugnað og metnað við að ná tökum á bæði starfs- og menningarlegum þáttum íslenskunnar og málfræðilegum áskorunum.
Útskriftarathöfnin bar þess merki að nemendur höfðu lagt sig fram við að læra íslensku og var árangur þeirra umfram væntingar. Við óskum þeim til hamingju með þennan árangur og lýsum yfir mikilli ánægju með framfarir og námsáhuga hópsins sem hefur sýnt að aldrei er of seint að læra nýtt tungumál.
Mímir hvetur fyrirtæki og stofnanir til að nýta sér fjölbreytt íslenskunámskeið sem sniðin eru að þörfum hvers vinnustaðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Mími fyrirtaeki@mimir.is