Þessi flotti hópur fagnaði nýverið útskrift úr Íslensku 3 hjá Mími. Námskeiðið Íslenska 3 er framhald af Íslensku 2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku á stigi A1.2. Orðaforðinn er aukinn og tengist samfélagslegum þáttum daglegs lífs á Íslandi. Þau hafa nú tækifæri á að fara í framhaldsnámskeiðið Íslenska 4 sem kennt verður í sumar sem hluti af Sumarskóla Mímis eða Talþjálfun, stig 2-3 sem er einnig 40 stundir.
Við óskum nemendunum okkar innilega til hamingju með útskriftina.