Þessir flottu hópar fögnuðu nýverið útskrift úr japönsku 1 og 2 hjá Mími sem eru ný námskeið hjá Mími á vorönn 2025.

Á byrjendastigi læra nemendur að lesa japönsku stafrófin (Hiragana og Katakana) og að eiga í einföldum samskiptum í mismunandi aðstæðum. Þetta er hnitmiðað námskeið sem gefur góða innsýn í japanska tungu, lífsstíl og menningu.

Á framhaldstigi er meginmarkmið námskeiðsins að nemendur geti tjáð sig á japönsku á stigi B1 um viðfangsefni sem þau þekkja vel eða hafa áhuga á.

Við óskum nemendum okkar innilega til hamingju með útskriftina.