Miðvikudaginn 5. júní útskrifuðust 20 nemendur úr leikskólasmiðju og íslensku 2. Mikill glaumur og gleði var á útskriftinni.
Í leikskólasmiðjunni fengu þátttakendur góða innsýn í starfshætti, verklag og vinnubrögð í leikskólastarfi hér á landi. Auk þess voru skapandi vinnustofur þar sem lögð var áhersla á notkun tónlistar í leikskólastarfi, útikennslu, íþróttir og listastarf. Þá lærðu þátttakendur íslensku með áherslu á orðaforða í starfi með börnum á námskeiðinu.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með útskriftina.