Miðvikudaginn 19.júní fengu 22 nemendur skírteinin sín afhent eftir nám í Menntastoðum. Um var að ræða bæði hóp staðnema sem ljúka námi yfirleitt á einni önn og fjarnema sem ljúka námi yfirleitt á tveimur önnum. Útskriftarneminn Maya Andrea Laufeyjardóttir-Jules flutti ávarp.
Við óskum öllum útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.