Þann 21. mars útskrifaðist glæsilegur hópur nemenda úr námskeiðinu Íslenska talþjálfun 3-4. Þetta eftirsótta námskeið er 40 kennslustundir þar sem lögð er áhersla á markvissa talþjálfun í íslensku fyrir einstaklinga sem hafa þegar tileinkað sér grunnþekkingu í málinu en vilja öðlast meira öryggi í daglegum samskiptum.

Þessi nýja útfærsla af talþjálfunarnámskeiði fylltist á svipstundu sem sýnir ótvírætt hversu mikil þörf er fyrir slíka kennslu. Einstakur samhugur, gleði og gagnkvæmur stuðningur einkenndi þennan hóp alla leið að útskrift.

Við hjá Mími óskum þessum framúrskarandi nemendum innilega til hamingju með áfangann og þann árangur sem þau hafa náð. Framtíð þeirra í íslensku málsamfélagi er björt!