Fimmtán nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskólanum þann 23. maí við hátíðlega athöfn í Rio Tinto, Straumsvík.
Þetta var tuttugasti og fyrsti námshópurinn sem lýkur grunnnámi skólans frá stofnun hans árið 1998. Þar með hafa 253 starfsmenn ISAL lokið náminu frá upphafi. Mímir heldur utan um námið í samstarfi við Rio Tinto og Fræðslusjóð og er kennt í húsnæði Rio Tinto í Straumsvík. Álfhildur Eiríksdóttir er verkefnastjóri námsins fyrir hönd Mímis.
Verðlaun fyrir bestan námsárangur hlutu:
Ásta Camilla Harðardóttir
Erla María Björgvinsdóttir
Reynir Örn Rúnarsson
Viðurkenningu fyrir 100% ástundun hlaut:
Jón Davíð Pétursson
Við óskum öllum nemendunum innilega til hamingju