Þann 12. 6. útskrifðuðust 145 nemendur frá Mími-símenntun, við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Fyrr á önninni höfðu 1.230 nemendur útskrifast frá Mími af ýmsum námskeiðum en þar má nefna íslensku sem annað mál, erlend tungumál, raunfærnimati og námskeið Fjölmenntar. Til að samgleðjast nemendum, og þeim ættingjum sem viðstaddir voru, mættu fjölmargir starfsmenn og kennarar Mímis. Athöfnin tókst í alla staði vel og var hún send út í beinni útsendingu á Facebook.