ENGLISH VERSION

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

Í ljósi þess að nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Fyrst og fremst er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir í nemendarými, skrifstofurými og við innganga. Allir eru hvattir til að nýta sér þá.

Starfsfólk og nemendur eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau að fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Það er ekki ólíklegt að þeim fjölgi enn sem þurfa að fara í sóttkví og því líklegt að það geti haft áhrif á skólastarfið. Þurfi kennarar að fara í sóttkví gæti orðið breyting á kennsluháttum en við munum leggja okkur fram um að halda uppi skólastarfi eins og kostur er og halda öllum upplýstum.

Ef nemandi eða kennari greinist með COVID-19 veiruna og/eða þarf að fara í sóttkví biðjum við um að haft verði samband tafarlaust við Anneyju Þórunni Þorvaldsdóttur með tölvupósti á anney@mimir.is.