Mímir-símenntun kynnir nýja námsbraut fyrir tungumálamentora í fyrirtækjum – einstakt tækifæri til að efla tungumálakunnáttu, auka menningarlæsi og bæta samskipti á vinnustöðum.

Verkefnið var styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar og nú er námskráin fullmótuð. Í apríl er áætlað að prufukeyra námið, þar sem þátttakendur fá þjálfun í að styðja samstarfsfólk sitt í íslenskunámi og stuðla að inngildandi starfsumhverfi.

Námið hefur verið þróað í samstarfi við sérfræðinga á sviði tungumálakennslu og menningarlæsis og býður upp á hagnýt verkfæri og aðferðir sem fyrirtæki geta nýtt til að skapa sterkari og samheldnari vinnustaðamenningu.

Námið er ætlað einstaklingum í fyrirtækjum sem vilja taka að sér hlutverk tungumálamentors og styðja við íslenskunám samstarfsfólks síns.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við verkefnastýrur námsins, Irmu, irma@mimir.is og Victoriu, victoria@mimir.is, til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar.