Verkefnastjórar

Vilt þú tilheyra öflugu teymi? Mímir leitar að verkefnastjórum í fullt starf. Leitað er að sjálfstæðum, samstarfsfúsum og lausnamiðuðum aðilum með brennandi áhuga á fræðslu og þjálfun fullorðinna á vinnumarkaði. Hugmyndaauðgi og hæfileikar til samstarfs er lykilatriði.

Öll starfsemi Mímis byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

_ _ _ _ _

Verkefnastjóri – kynningar- og markaðsmál

Mímir óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að sinna starfi verkefnastjóra með áherslu á kynningar- og markaðsmál. Verkefnastjórinn sinnir fjölbreyttu og líflegu starfi, sér m.a. um textagerð fyrir vef fyrirtækisins, þróun vefsins auk umsjónar með samfélagsmiðlum, greinir markhópa og sinnir útgáfumálum tekur þátt í þróun náms og er í miklum samskiptum við atvinnulífið til að kynna starfsemi Mímis.

Starfssvið/helstu verkefni

  • Kynningarstarf og yfirumsjón með vefsíðu, útgáfu veffréttabréfs og samfélagsmiðlum.
  • Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og hagsmunaaðila.
  • Sölu- og markaðsstarf og umsjón með útgáfu kynningarefnis.
  • Þátttaka í þróun námsframboðs og fræðslu tengdra verkefna.
  • Umsjón með skipulagningu viðburða á vegum Mímis.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði kennslu, ráðgjafar, miðlunar, markaðsfræði og/eða upplýsingatækni.
  • Starfsreynsla af sambærilegum verkefnum æskileg.
  • Þekking á fullorðinsfræðslu og íslenskum vinnumarkaði er kostur.
  • Mjög góð tölvukunnátta, þekking á vefvinnslu og miðlunar efnis á rafrænan máta.
  • Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Gott vald á ensku, önnur erlend tungumál eru kostur.
  • Nákvæmni, sjálfstæði, frumkvæði og geta til að fylgja verkefnum eftir.
  • Hugmyndaauðgi og mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni.

_ _ _ _ _

Verkefnastjóri – fræðsla og þróun náms

Mímir óskar eftir að ráða starfsmann til að leiða og vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði fullorðinsfræðslu. Verkefnastjórinn sinnir fjölbreyttu og líflegu starfi, sér m.a. um skipulag náms og þróun nýrra námskeiða, samskipti við nemendur og kennara, hæfni- og færnigreiningar starfa og er í miklum samskiptum við atvinnulífið til að kynna starfsemi Mímis.

Starfssvið/helstu verkefni

  • Dagleg umsjón og verkefnastýring námskeiða og/eða námsbrauta samkvæmt gæðakerfi Mímis.
  • Skipulagning,utanumhald og umsjón fræðslu og námskeiða í mismunandi formi, þ.e. bæði staðbunda fræðslu og fjarkennslu.
  • Þarfagreining og þróun nýrra námskeiða á ýmsum sviðum.
  • Þátttaka í teymisvinnu og þróunarverkefnum.
  • Ýmis konar kynningar og þróun fræðsluúrræða í samstarfi við atvinnulífið.
  • Önnur tilfallandi verkefni. 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af fræðslustarfi er kostur.
  • Góð færni til að nota hugbúnað og kerfi sem tengjast kennslu og námskeiðahaldi.
  • Geta til að skipuleggja nám/fræðslu og meta árangur.
  • Þekking á framhaldsfræðslukerfinu og/eða starfi símenntunarmiðstöðva er kostur.
  • Miklir hæfileikar til samskipta og samstarfs og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Önnur tungumálakunnátta er kostur, ekki skilyrði.

Umsókn, með kynningarbréfi, upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast með tölvupósti á inga@hagvangur.is fyrir 1. febrúar 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is