Í maí verður kennt 15 klst námskeið fyrir þá sem vilja öðlst kennsluréttindi í samfélagsfræðslu fyrir flóttamenn. Námskeiðið verður kennt í fjarnámi á ensku. Nánari upplýsingar um námið má fá hér.

Það var Vinnumálastofnun að frumkvæði Félagsmálaráðuneytisins sem var falið að sjá til þess að útbúið yrði heildrænt kennsluefni í samfélagsfræðslu. Mímir - símenntun hefur borið hitann og þungann af því að framleiða námsefnið, en mikil vinna liggur að baki námskeiðunum. 

Samfélagsfræðsla til fullorðinna flóttamanna er mikilvægt verkefni og því skiptir miklu máli að vel til takist. Verkefnið er lifandi og í sífelldri þróun.

Víðtækt samráð var haft við flóttamannateymi Vinnumálastofnunar og fleiri hagaðila sem lásu efnið yfir og gerðu athugasemdir. Helstu hagaðilar voru Vinnumálastofnun, Rauði krossinn á Íslandi, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, ASÍ, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Þroskahjálp og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Einnig var leitað til fólks sem tilheyrir markhópnum og annarra með erlendan bakgrunn til að fá hugmyndir varðandi efnið.

 

Námskeiðið hefst 23. maí og lýkur 27. maí.

Heimasíðu Landnemans má finna hér.