Spennandi verkefni á vegum Erasmus + er í gangi milli Mímis og fimm samstarfsaðila frá Þýskalandi, Finnlandi, Frakklandi og Portúgal. Verkefnið nefnist WOMEN'S OPPORTUNITIES FOR WORK AND EDUCATION eða WOW-E. Markhópur verkefnisins eru konur af erlendum uppruna með litla formlega menntun, ráðgjafar sem vinna með innflytjendum og starfsfólk mannauðsdeilda innan fyrirtækja.

Verkefnið snýr að þeim áskorunum sem konur af erlendum uppruna mæta í Evrópu og snýst um styðja þær í því að láta drauma sína rætast í tengslum við atvinnumöguleika og námstækifæri. Tveir tilraunahópar í hverju landi hafa farið gegnum WOW-e námskeið. Afurð verkefnisins er aðgerðarrammi, upplýsingabanki og verkfærakista fyrir þátttakendur, ráðgjafa og fyrirtæki.